Nýtt greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands

Breytingar frá 1. maí 2017.
Fullorðnir á aldrinum 18-66 ára greiða að hámarki 24.600 á mánuði og eftir það 4.100 á mánuði eða samtals 69.700 á ári. 
Greiða 90% af heildarverði reiknings.
Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða að hámarki 16.400 á mánuði og eftir það 2.733 á mánuði eða samtals 46.463 á ári. Greiða 60% af heildarverði reiknings.
Börn á aldrinum 2-18 ára greiða ekkert fyrir heimsókn til sérfræðings ef þau eru með tilvísun frá heimilislækni en annars 30% af reikningi. Frítt er fyrir 2 ára og yngri og börn með umönnunarkort.
Ofangreint á líka við um skurðaðgerðir á Skurðstofunni ehf. 
Við bendum á að hægt er að skoða sína stöðu inni á réttindagátt-mínum síðum á  www.sjukra.is eða hringja þangað í síma 515-0000. 
Ef viðkomandi verður 18 ára breytist greiðsluþátttaka næstu mánaðamót eftir að 18 ára aldri er náð. 
Ef viðkomandi verður elli- eða örorkulífeyrisþegi breytist greiðsluþátttaka frá 1.þess mánaðar.
Ekki þarf tilvísanir til sérfræðilækna eða í skurðaðgerðir almennt fyrir allaaldurshópa með þeirri undantekningu sem á við um börn á aldrinum 2-18 ára, sem greiða lægra gjald en ella ef tilvísun er til staðar.


Lágmúla 5
108 Reykjavík
Opið alla virka daga frá kl. 09:00 – 16:00Lágmúla 5
108 Reykjavík
Opið alla virka daga frá kl. 08:00 – 16:00