Til viðskiptavina Lækningar/Skurðstofunnar ehf


 Við óskum viðskipavinum okkar farsældar á komandi ári og þökkum samskiptin á árinu 2018.
 
Í upphafi nýs árs 2019 eru ekki í gildi samningar um sérfræðiþjónustu lækna fyrirtækjanna við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ). Samningaumleitunum milli SÍ og Læknafélags Reykjavíkur fyrir hönd sérgreinalækna og fyrirtækja þeirra mun verða fram haldið á nýju ári.
Gefin hefur verið út greiðsluþátttökureglugerð, meðan þetta ástand varir, sem tryggir viðskiptavinum okkar endurgreiðslu frá SÍ eins og verið hefur að óbreyttum reglum. Reikningsskil verða áfram rafræn og á sama formi og áður. Heimilt er þó að leggja á auka komugjöld sem eru utan gjaldskrár SÍ.
 
Þrátt fyrir allt mun starfsemi fyrirtækjanna verða óbreytt og allir viðskiptavinir velkomnir hér eftir sem hingað til. Sem fyrr þarf ekki tilvísun frá heimilislækni. Heimilislæknir viðkomandi fær að lokinni meðferð læknabréf vegna þjónustunnar sem innt var af hendi. 

Gleðilegt og gæfuríkt ár
Lágmúla 5
108 Reykjavík
Opið alla virka daga frá kl. 09:00 – 16:00Lágmúla 5
108 Reykjavík
Opið alla virka daga frá kl. 08:00 – 16:00