Lokað verður í Lækningu vegna framkvæmda

Lokað verður í Lækningu vegna framkvæmda á 2. og 3. hæð frá 1. júlí til 6. ágúst. Skurðstofan lokar á sama tíma vegna sumarleyfa. Opið verður hjá læknum á 4. hæð og einnig mun móttaka Lækningar flytjast tímabundið á Skurðstofuna meðan á framkvæmdum stendur. Ekki þarf að koma við í móttökunni áður en farið er til viðkomandi læknis á 4. hæð og þar er hægt að tilkynna komu á innritunarskjá.

Skurðstofan/móttakan hefur sér inngang sem er vinstra megin við inngang Lyfju.

Opið verður fyrir símsvörun og tímabókanir í síma 590-9200 í allt sumar.

Viðskiptavinir athugið

Fyrirvaralaus forföll eru næg ástæða til gjaldfærslu í heimabanka.
Læknar taka gjöld fyrir símatíma, vottorð og lyfseðla utan viðtalstíma.

Sagan

Lækning, Lágmúla 5, varð 25 ára hinn 1. mars 2022.
Á þessum tíma hafa hátt í 750 þúsund sjúklingar heimsótt okkur. Fyrir það erum við þakklát.
Á Skurðstofunni ehf. hafa á sama tíma verið framkvæmdar um 45 þúsund skurðaðgerðir af ýmsu tagi.
Í Lækningu og Skurðstofunni ehf. starfa í dag um 30 sérfræðilæknar á hinum ýmsu sviðum lækninga. Allir með haldgóða menntun og mikla starfsreynslu.
Við þökkum öllum fyrir góð samskipti og lítum björtum augum til framtíðarinnar

Um okkur

Hjá Lækningu & Skurðstofunni starfa um 30 læknar.  Allir vel menntaðir sérfræðingar á sínum sviðum. Með mikla starfsreynslu.

Lækning útbúin nýjustu tækni og tækjum til greininga og meðferða sjúkdóma innan viðkomandi sérgreina.

Lækning vinnur í nánu samstarfi við Skurðstofuna ehf. sem staðsett er í sama húsi við Lágmúla 5, viðskiptavinum okkar til mikilla þæginda.
Skurðstofan ehf. er nýuppgerð með nýjustu tækni og tæki.