Leiðbeiningar eftir aðgerðina:
Verkir: Fyrstu dagana má búast við óþægindum á aðgerðarsvæðinu. Mar, tog-tilfinning, eymsli og bólgur. Nota verkjalyf, ef þess er þörf, sem fæst án lyfseðils: Paracetamól/Paratabs/Panodil 500 mg, 2 tbl. allt að fjórum sinnum á dag eða Parkódin 2 tbl. tvisvar til fjórum sinnum daglega, sem fæst
Umbúðir: Blóðlitaður vessi getur komið í umbúðir fyrsta sólarhringinn. Eftir aðgerðina er settur teygjusokkur á fótinn upp í nára. Þar utaná teygjubindi sem má fjarlægja eftir 48 klst og fleygja. Þá má einnig fara úr teygjusokknum og í sturtu en fara svo í hann á ný. Umbúðapúða undir teygjusokknum má fjarlægja samtímis fyrir sturtuna og henda. Notast á við sokkinn í framhaldinu í 5-7 sólahringa frá aðgerð, dag og nótt. Sokkurinn minnkar verki, mar og kemur í veg fyrir bjúgsöfnun. Kláði getur fylgt langvarandi notkun umbúða. Sumum gagnast að taka algeng ofnæmislyf sem fást án lyfseðils til að stilla kláðann. Ráðlegt er að sjúklingar kaupi sér “flugsokka” í réttri stærð í apóteki, sem ná upp að hné, og noti á dagtíma frá 5-7. degi eftir aðgerð í 1-3 vikur eftir atvikum. gegn lyfseðli.
Hreyfing: Hafðu hægt um þig fyrstu 1-2 dagana en farðu samt allra þinna ferða en forðast ber mikið álag. Þú getur farið í reglulegar göngur nokkrum sinnum á dag. Gættu þess að hafa hærra undir fótum fyrstu 1-2 næturnar. Gerðu fótaæfingar reglulega með því að hreyfa um ökklaliðinn upp og niður þannig að strekkist á kálfa; “pumpuæfingar”. Þetta kemur í veg fyrir bjúgsöfnun á fætinum og minnkar þannig verki. Leikfimi og sund eftir 10 daga eða þegar stungusár eru tryggilega lokuð eða gróin.
Annað: Eftir laser meðferðina má finna fyrir togi eða strengjum á aðgerðarsvæðinu og skynbreytingum í húð sem yfirleitt eru tímabundnar í daga, vikur og stundum lengri tíma. Eðlilegt er að húðin verði marin í einhverjar vikur eftir aðgerðina. Einnig að þrymlar, þykkildi eða hnútar myndist undir húðinni fyrst í stað þar sem æðahnútarnir voru áður. Nota má Hirudoid® krem eftir 5-7 daga sem fæst án lyfseðils til að minnka marið. Það er borið þunnt á marin svæði 2-3 var á dag þar til mar hverfur.Iðulega er síðar (>3 mán frá aðgerð) sprautað í minni æðahnúta og æðaslit ef við á. Til þessa er notað lyfið polidocanol (Aetoxysclerol) eitt sér eða sem froða. Lyfið lokar þessum æðum.
Greiðslur: Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) greiða fyrir aðgerðina að mestu fyrir þá sem sjúkratryggðir eru á Íslandi skv. gjaldskrá. Komugjöld leggjast ofan á gjaldskra SÍ.